IS | EN | PL
 


Ökuskóli 3

SKRIFSTOFAN er opin virka daga frá kl. 8:30 til 13:00. Lokað verður 26. júlí og 1. og 2. ágúst.

Nám í ökugerði, ökuskóla 3, fer fram þegar ökunemi hefur lokið ökuskóla 1 (Ö1) og 10 verklegum ökutímum hjá ökukennara.
Námskeiðsgjald: 49.500,- kr.

Ath: Nú er ökunámsbókin rafræn

Rafræn skilríki þarf til að skrá sig á námskeið.
Við skráningu er athugað í rafrænu ökunámsbókinni hvort Ö1 og 10 ökutímum sé lokið. Ef því er ekki lokið er ekki hægt að skrá sig á námskeið.
.

Skráning í Ökuskóla 3

Auk námskeiðanna sem kennd eru á íslensku, eru námskeið þar sem kennt er á ensku eða pólsku. Ekki er hægt að koma með túlk á þessi námskeið.

Sérstök námskeið eru haldin fyrir önnur tungumál þar sem nemar koma með túlk með sér. Skráning á þau námskeið er í síma 445 3000 á skrifstofutíma.

Allir ökunemar þurfa að ljúka námi í ökugerði áður en farið er í ökupróf.

Einnig geta allir sem hafa gild ökuréttindi sótt nám í ökugerði.

 
Copyright © 2015 Ökuskóli 3. All Right Reserved.