
Ökuskóli 3
SKRIFSTOFAN er opin virka daga frá kl. 8:30 til 13:00.
Nám í ökugerði, ökuskóla 3, má ekki fara fram fyrr en ökunemi hefur lokið ökuskóla 1 og 2 (Ö1, Ö2) og 12 verklegum ökutímum hjá ökukennara.
Námskeiðsgjald: 46.000,- kr.
Ath: Nú er ökunámsbókin rafræn
Rafræna ökunámsbókin á að sýna að Ö1, Ö2 og minnst 12 ökutímum sé lokið.
Þeir sem geta ekki sýnt að Ö1, Ö2 og 12 ökutímum sé lokið, komast ekki inn á námskeið.
Þeir sem hafa lokið ökuprófi sýna ökuskírteini í stað rafrænnar ökunámsbókar.
Skráning í Ökuskóla 3
Til að skrá sig á námskeið er farið í „skráning á námskeið" og rafræn skilríki þarf til að skrá sig.
Allir ökunemar þurfa að ljúka námi í ökugerði áður en farið er í ökupróf.
Einnig geta allir sem hafa gild ökuréttindi sótt nám í ökugerði.